Fyrirtækið hefur komið upp, skjalfest og innleitt gæðastjórnunarkerfi sem það viðheldur og vinnur að stöðugum umbótum á í samræmi við staðalinn ISO 9001:2015.
Fyrirtækið hefur gert það sem hér er lýst, til að innleiða gæðastjórnunarkerfi:
- Fundið og afmarkað þau ferli sem nauðsynleg eru fyrir gæðastjórnunarkerfið og beitingu þess.
- Ákvarðað röð og samverkan ferla.
- Ákvarðað þau viðmið og þær aðferðir sem þörf er á til að tryggja að starfræksla og stýring ferla sé virk.
- Tryggt að fyrir hendi séu nauðsynlegar auðlindir og upplýsingar til stuðnings við starfrækslu og vöktun ferla.
- Komið á starfsháttum þar sem ferlin eru vöktuð, mæld og greind.
- Innleitt þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að ná tilætluðum árangri og stöðugum umbótum á þessum ferlum.
Fyrirtækið hefur stjórn á þeim ferlum sem kunna að vera hýstir utan fyrirtækisins og er stýringin tilgreind í gæðastjórnunarkerfinu.
Þann 22. júní 2012 fékk gæðastjórnunarkerfi ASK arkitekta vottun Vottunar hf um að það uppfyllir kröfur ÍST EN ISO 9001 staðalsins.
Vottorðið tekur til: Hönnunar- og ráðgjafarþjónustu í mannvirkjagerð á sviðum arkitektúrs, skipulags- og umhverfishönnunar, auk eftirlits með hönnun.