ASK arkitektar vilja:
- skapa góðan arkitektúr og mannvænt umhverfi
- leggja áherslu á umhverfisvæna hugsun í arkitektúr
- taka þátt í faglegri umræðu og hafa með því áhrif og sýna samfélagslega ábyrgð
- hafa ávallt faglegan og fjárhagslegan styrk til að takast á við krefjandi verkefni
- taka þátt í samstarfi við aðra hönnuði um verkefni, hérlendis og/eða erlendis, og auka þannig við þekkingu sína og reynslu
- leita hagkvæmra og skynsamlegra lausna fyrir viðskiptavini
- hafa ávallt að skipa hæfu starfsfólki og stuðla að samheldni þess og starfsgleði, m.a. með því að veita því tækifæri til að þróast og vaxa með störfum sínum
- veita viðskiptavinum trausta, áreiðanlega og örugga þjónustu, m.a. með því að starfrækja virkt gæðastjórnunarkerfi skv. ISO 9001 og vinna að stöðugum umbótum á því
- stuðla að símenntun starfsfólks með þátttöku í námskeiðum, samkeppnum, námsferðum og þjálfun í skipulegum vinnubrögðum skv. gæaðstjórnunarkerfi ASK arkitekta
- að farið sé að kröfum sem eiga við starfsemi, þ.m.t. lögum og reglugerðum