Flýtilyklar
Háskólasvæðið
Úr greinargerð tillögu:
Heildarmynd
Umhverfis Vatnsmýrina, eru flestar mikilvægustu stofnanir borgarsamfélagsins: Landspítalinn, ný samgöngumiðstöð, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, að ekki sé minnst á miðborg Reykjavíkur. Hún verður æ stærri hluti ímyndar Íslands, hvort um erlenda ferðamenn eða Íslendinga er að ræða. Mikilvægt er að tengingar á milli allra þessara svæða séu greiðar og augljósar. Suðurgata og Hringbraut eru miklir tálmar og mikilvægt að finna leiðir til að gefa gangandi vegfarendum greiða leið yfir þá. Lausn í samkeppni um skipulag friðlandsins í Vatnsmýri sem felur í sér greiða leið undir Hringbraut fyrir „fólk og vatn“ er snjöll og teljum við hana hafa yfirburði yfir núverandi göngubrú við Njarðargötu.
Umferð um Suðurgötu er ekki það mikil (8 þúsund bílar á sólarhring) að hún krefjist umfangsmikils götusvæðis eins og nú er. Við leggjum til að Suðurgatan verði þrengd í eina akrein í hvora átt og þveranir verði undir formerkjum „shared space“ (samnýtt rými). Umferðarhraði minnkar og allir ferðamátar verða jafn réttháir. Þetta er mikilvægt fyrir heildaryfirbragð Háskólasvæðisins. Auðvitað er mikilvægtað tengja með undirgöngum eins og fyrirhugað er milli Háskólatorgs og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en tengingar á yfirborði verða alltaf að vera fyrir hendi.
Perla svæðisins er friðlandið, með eina af meginbyggingum þjóðarinnar, Norræna húsið, í öndvegi. Hún gegnir lykilhlutverki í grænu belti sem nær frá Ráðhúsi, um Tjörnina, Hljómskálagarðinn, Friðlandið og grænt svæði með fjölbreyttum nýtingarmöguleikum að Skerjafirði. Með nýrri tengingu undir Hringbraut má tengjast betur Hljómskálagarði og stórfengleg leið fyrir gangandi og hjólandi opnastfrá Ráðhús að Skerjafirði. Við sjáum fyrir okkur að grundvöllur fyrir rekstri lítils kaffihús í Hljómskálagarði geti opnast, sem áfangastaður á þessari leið. Hljómskálagarður lifnar við og verður áfangastaður til útivistar í mun meira mæli en nú er.
Við gerum ráð fyrir nokkurri uppbyggingu á þessu svæði. Sjáum fyrir okkur Listaháskóla eða aðrar stofnanir við hæfi. Listaháskóli með alla sína nemendur myndi skapa lifandi starfsemi í garðinum og kalla á þjónustu á Háskólasvæðinu sem öllum gagnast.
Tillaga Ask hlaut deild önnur verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Háskólasvæðisins. Fyrstu verðlaun voru ekki veitt.