Flýtilyklar
Höfuðstöðva Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi - innra skipulag
Síðustu ár hafa átt sér stað miklar breytingar á viðhorfi til aðstöðu starfsfólks og vinnuumhverfis. Við munum þegar allir fengu eigin skrifstofu og síðar þegar s.k. opnar lausnir tóku við. Með nýjum kynslóðum, nýrri tækni og nýjum verkfærum hefur ósk eftir enn sveigjanlegra vinnuumhverfi vaknað. Þessar kynslóðir hafa kallað á nýja lausnir fyrir vinnustaði og hefur ákveðin aðferð verið þróuð á síðustu árum þar sem þessum óskum er svarað. Norðmenn og Hollendingar hafa verið framarlega á þessu svið og hafa þróað s.k. activity based workspace (ABW) sem nefnt hefur verið verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV) á íslensku.
Árið 2014, við upphaf hönnunar nýrra höfuðstöðva Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi, beittu ASK arkitektar þessari aðferð við skipulag innanhúss í samstarfi við verkefnisstjórn Íslandsbanka og norska ráðgjafa. Vinnuferlið og hönnun helgast af greiningu vinnustaðarins, skipulagi, þjálfun starfsfólks og að síðustu innleiðingu.
Hugmyndafræðin snýst um að skapa sveigjanlegt vinnuumhverfi, sem aðlagast hratt að breyttum ytri aðstæðum. Hún opnar möguleika á meira og nánara samstarfi milli deilda og starfssviða auk þess sem allir starfsmenn hafa möguleika á að vinna á mismunandi svæðum sem henta hverju verkefni fyrir sig. Þú ert ekki alltaf í sama stól, en það er nóg af stólum!
Ljósmyndari: Gunnar Sverrisson