Flýtilyklar
Kvosin, Landssímareitur
Skipulagssvæðið er í Kvosinni og afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsensstræti og Kirkjustræti.
Undanfarin ár hefur deiliskipulag Kvosarinnar verið til endurskoðunar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðanna Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Árin 2008 og 2009 voru auglýstar breytingar á deiliskipulagi reitsins vegna óska lóðarhafa um að nýta uppbyggingarheimildir. Vegna athugasemda sem bárust við auglýstar tillögur ákvað Skipulagsráð Reykjavíkur að efna til opinnar samkeppni um framtíðarsýn fyrir svæðið.
Deiliskipulagstillaga þessi er unnin í framhaldi af niðurstöðu samkeppninnar, en afmörkun skipulagssvæðis er þrengri þar sem Ingólfstorg er undanskilið.
Sjá samkeppnistillögu hér.
Deiliskipulag byggt á 1. verðlauna tillögu opinnar samkeppni.