Laugavegur / Skipholt - Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag

Ekki skaðar að það sé ys og þys, hamarshögg, vélaniður og tónlist. Þegar kvöldar viljum við sjá íbúa koma heim með innkaupapokana og dauðþreytt börnin að loknum vinnudegi. Við viljum að íbúar Reykjavíkur sem ekki eiga hér heimili eða vinnustað á svæðinu eigi erindi hingað utan vinnutíma. Hér eru gönguleiðir, torg, viðburðir og áfangastaðir og síðast en ekki síst; hér er Laugavegurinn.
Við gerum á aðalatriðum ráð fyrir starfsemi á neðri hæðum og íbúðum á efri hæðum. Leikskóli er um miðbik svæðisins, en þar gerum við einnig ráð fyrir menningarhúsi - „Þínu húsi”.  Þar sjáum við fyrir okkur bókasafn, heilsugæslu, funda- og skemmtiaðstöðu, þvottahús og hugsanlega útleigurými fyrir nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla.

Við leggjum áherslu á að þaksvalir bygginga séu sameignir svo allir fái notið þeirra gæða sem slíkir dvalarastaðir eru. Á þaksvölum gerum við ráð fyrir góðurhúsum og mögleika á ræktun í samræmi við hugmyndir um aukna sjálfbærni innan borgarmarkanna.

Við gerum ráð fyrir nokkuð óbreyttri starfsemi á austurhluta skipulagssvæðisins ef undan eru skilin Sjónvarpshúsið (sem er eiginnafn í hugum miðaldra- og eldri meðborgara) og skemmur sunnan þess.  Í Sjónvarpshúsinu eru hugmyndir um hótel, en við viljum að skemmurnar fái endurnýjaða lífdaga með menningatengdri starfsemi.   Í framtíðinni væri æskilegt að bílastæðum á B-reit verði komið fyrir neðanjarðar um miðbik svæðisins .  

Heildar byggingamagn á Heklureit samkvæmt tillögunni er um 40.000 m².  Við gerum ráð fyrir um 300 íbúðum (30.000 m²) og 10.000 m² atvinnuhúsnæði, eða skiptingu 75/25%.

2017

Í umfangsmikill uppbyggingu sem hér um ræðir er mikilvægt að hugað sé að fjölbreytni.  Hér viljum við sjá íbúðir af öllum gerðum, fyrir alls konar fólk.  Hér viljum við líka sjá öfluga atvinnustarfsemi sem gefur svæðinu líf allan daginn.

 

Meira...


Svæði