Flýtilyklar
Listaháskóli Íslands við Laugaveg
Listaháskólinn
• er langþráð lifandi hjarta miðborgarinnar mitt á milli eldri verslana og veitingahúsa annars vegar og metnaðarfullra nýbyggingum í Skuggahverfinu hins vegar.
• Er óður til upphafs byggðar í landinu og lífsins sem smám saman glæddist í hjarta borgarinnar
• er nútímalegur háskóli sem mætir þörfum landsmanna til menntunar og menningarauka af alúð og kostgæfni.
• tengir nýtt við gamalt
• brúar bil eldri bygginga og nýrra
• er í senn nútímalegur og klassískur, með efnisvali dagsins í dag án þess að missa sjónar á mynstri fortíðarinnar.
• er öflugur fulltrúi menningarhúsa miðbæjarins - kallast á við borgarumhverfi sitt, verslun og menningu við Laugaveg, Hverfisgötu, höfuðborgina, stolt allra Íslendinga, sterkasta, en um leið kannski umdeildasta tákn borgarinnar
• tekur sér myndarlega stöðu menningarreit í miðju höfuðborgarinnar, leggur sitt af mörkum til endurkomu glæsilegrar ásýndar hennar og verður jafnframt lykill að lifandi menningarstarfsemi í miðbænum.
• er ekki einungis aflgjafi tónlistar- og menningarlífs fyrir landsmenn alla heldur leggur jafnframt sitt af mörkum til þroskaðs mannlífs bæjarbúa, jafnt innandyra sem utan.
Markmið
• Listásinn í miðju hússins er lykill að samkennd og uppákomum þar sem nemendur ólíkra deilda skólans deila stóru sameiginlegu rými og á að auki daglegt stefnumót við almenna vegfarendur víðs vegar um bygginguna.
• Listásinn hefur þann tilgang að nemendur geta séð á milli hæða og upplifað sig sem hluta af heild en ekki einstaklinga í stórum skóla einangraðir við eina hæð eða deild.
• Listásinn er slagæð stórviðburða
• Smágert en nútímalegt byggðmynstur
• Samræmd, vönduð yfirborðsmeðhöndlun
• Lifandi hús kvöldlagi sem lýsir draumkenndri birtu með vinnandi fólki uppum allar hæðir
• Áhersla er lögð á að sérhver nemandi og starfsmaður, óháð því hvaða nám hann stundar, í stórri eða lítilli deild, í framvarðasveit skólans, almennri starfsemi, eða annars staðar skynji sig á hverjum degi sem virkan þátttakanda í einni sterkri liðsheild.
• Hönnun hússins hámarkar möguleikana til þess að stækka eða minnka deildir, færa þær á milli hæða eða jafnvel bygginga þegar fram í sækir án þess að vinnuumhverfið breytist mikið eða tengslin við listásinn í miðju hússins og um leið hjartslátt þess rofni.
Almennt
Lögð er áhersla á að götumynd Laugavegar verði í þeim anda sem eftirsóknarverður þykir í gömlu miðborginni. Húsin við Laugaveg 41, 43 og 45 standa áfram, en gert er ráð fyrir að byggð verði undir þau ný hæð til að auka vægi nútímalegrar verslunar við Laugaveginn. Aðalinngangur skólans smeygir sér á milli húsanna nr. 43 og 45 án þess að vera uppáþrengjandi í götumyndinni. Við gerum ráð fyrir að torgið á horni Frakkastígs og Laugavegar verði endurvakið sem torg við verslunargötu og þar veitingasala, opin út á torgið.
Innra skipulag skólans miðar að því hver deild skólans fái húsnæði við hæfi, um leið og flæði milli hæða og deilda verði augljóst og skýrt. Skipulagið miðar einnig að því að almenningur eigi greiðan aðgang að hluta skólans, hvort sem er vegna skipulagðra opinna viðburða í skólanum eða heimsóknar í net/bókakaffi, bókasafn eða aðra starfsemi hússins. Sérstök áhersla er lögð á fjölmargar gönguleiðir til allra átta kringum og gegnum bygginguna. Gömul stræti og húsasund Skuggahverfisins eru þannig endursköpuð í lítilli borg sem byggist og glæðist sjálfstæðu lífi fólks í ótal mismunandi erindagjörðum.
Listásinn, ás frá Laugavegi yfir Hverfisgötu, opinn upp allar hæðir, tengist allri starfsemi hússins og glissa nemendur og starfsfólk á milli hæða í eilífum þorsta eftir nýju áreiti.
Ásinn fer yfir Hverfisgötu á göngubrú á fleti 1, að hverfistorgi og útitröppum sem tengjast gönguleið gegnum stúdentagarða við Lindargötu og þaðan niður að sjó.
Innra skipulag
Flötur 1
Aðalinngangur frá Laugavegi smeygir sé á milli húsanna nr. 43 og 45. Við höfum talað um 43B. Sólríkt, skjólgott lítið torg er við innganginn þar sem reikna má með smærri uppákomum í tengslum við skólann.
Á þessum fleti er starfsemi sem reikna má með að almenningur hafi daglegan aðgang.
Bókasafn, skrifstofur, net/bókakaffi, fyrirlestra- og tónlistarsalir.
Grafík (við Hverfisgötu)
Flötur 2
Skrifstofur
Leiklist
Almennar kennslustofur
Bókasafn
Flötur 3
Myndlist
Skrifstofur (eldri hús að Laugavegi)
Einkakennsla í smærri rýmum (eldri hús að Laugavegi)
Flötur 4
Hönnun / arkitektúr
Einkakennsla í smærri rýmum (eldri hús að Laugavegi)
Flötur 5
Hönnun / arkitektúr
Flötur 0
Hátíðasalur
Tónlistardeild
Matsalur – eldhús
Leiklist
Smíðaverkstæði (við Hverfisgötu)
Flötur -1
Hátíðarsalur
Leiklistardeild
Líkamsrækt
Geymslur
Deildir
Leiklistardeild:
Leiklistardeild er í meginatriðum staðsett á fleti 0 og -1. Þar eru nemendur í góðum tengslum við aðalsal skólans og aðra sali sem nýtast deildinni.
Stærð rýma sem tengjast leiklistardeild beint er um 1900 m²
Tónlistardeild:
Á fleti 0 er tónlistardeildin í vesturhluta hússins. Hún tengist vel matsal og hátíðarsal og í góðum tengslum við lífæð hússins og með beina tengingu við Hverfisgötu. Forsalur hátíðasalar hefur beina aðkomu frá Hverfisgötu.
Stærð rýma sem tengjast tónlistardeild beint er um 1000m²
Myndlistardeild
Myndlistardeild er í megin atriðum komið fyrir á fleti 3. þar eru miklir möguleikar til að stýra birtu og sveigjanleiki rýma í fyrirrúmi.
Við Hverfisgötu eru smíðaverkstæði og góð aðkoma fyrir stærri aðföng.
Stærð rýma sem tengjast myndlistardeild beint er um 2000 m²
Hönnunar- og arkitektúrdeild.
Hönnunar- og arkitektúrdeild er á flötum 4 og 5. Hérna er sveigjanleiki mikill og möguleikar á skiptingu rýma margvíslegir. Góðrar dagsbirtu nýtur og aðgengi út á svalir á öllum hliðum. Svalir nýtast sem vinnurými, auk þess sem þar má ná sér í heilnæmt útloftið um leið og yfirsýn yfir bæinn og flóann er með besta móti.
Stærð rýma sem tengjast hönnunar- og arkitektúrdeild beint er um 1700 m²
Listflutningur/sýningarsalir:
Megin salir til listflutnings og sýningarsalir eru staðsettir miðlægt í byggingunni á neðri flötum hennar. Það er heppilegt fyrir aðgengi allra deilda, auk þess sem auðvelt er að skapa þá hljóðvist sem óskað er eftir í hvert sinn.
Eldri byggð
Það verður ekki hjá því komist þegar byggja á nýja byggð með háu nýtingarhlutfalli í miðri borginni að einhverjar af eldri byggingunum verði að víkja. Við höfum reynt eins og kostur er að varðveita eða aðlaga eldri byggð að fyrirhuguðum byggingaráformum
Hús sem fjarlægð eru samkvæmt tillögu okkar er: Hverfisgata 57, Hverfisgata 58, 58A (mætti flytja), 61 (útlit Lúllabúðar varðveitt) og 62. Frakkastígur 6B og 8. Laugavegur 41 A og 45A eru einnig fjarlægð.
Til að rýma fyrir nýbyggingum gerum við ráð fyrir að flytja Vatnsstíg 8 upp á Laugaveg og koma því fyrir á baklóð húss nr. 35 – 37. Einnig er Vatnsstígur 10B færður neðar í götu, að húsi nr. 12 í stað húss nr. 10A sem er rifið. Húsin við Hverfisgötu 53 og 55 eru hækkuð um eina hæð til að þau falli betur að nýrri hærri byggð. Við leggjum til að götuhlið Hverfisgötu 59 verði varðveitt óbreytt, en húsið að öðru leyti endurbyggt. Laugavegur 41 og 45 eru hækkuð um eina hæð til að aðlaga þau nýrri og hærri byggð. Laugavegur 43 er hins vegar óbreytt í núverandi mynd, nema að það er tengt við nýbyggingar á efri hæðum.
Byggingarefni
Við leggjum áherslu á að nýr Listaháskóli sé í senn nútímalegur og klassískur, með efnisvali dagsins í dag án þess að missa sjónar á fortíðinni þegar kemur að stærðum og yfirbragði. Við gerum ráð fyrri að útveggir séu steinsteyptir, ýmist múraðir og málaðir eða með sléttri sjónsteypu. Úthliðar eru brotnar upp lóðrétt í samræmi við taktinn í sinfóníu bæjarins, en gluggar eru ríkulegir, settir í flötinn ýmist á hefðbundinn rólegan hátt, eða uppsprengdir eins og tónskrattar í hljómkviðunni, sem hæfir starfsemi sem byggt er utanum. Við reiknum með ljósum litum til að lýsa upp umhverfið, þó með ívafi áherslulita.
Áhersla er lögð á að byggingin verði ekki yfirþyrmandi séð frá umliggjandi götum (eins og hægt er þegar byggt er í nýtingarhlutfalli 4!) svo við drögum inn allar hæðir ofar þriðju hæða. Með þessu móti verða svalir á þremur hæðum með möguleikum á léttum yfirbyggingum, dvalar- og vinnusvæðum eftir atvikum.
Þök eru steinsteypt og að mestu lögð grasi utan dvalarsvæða. Með grasinu fáum við litinn, græna þaklitinn sem er einn af þeim sem einkennir þök borgarinnar. Liturinn er breytilegur eftir árstíðum, að ekki sé talað um að skjóta inn í miðborgina grænum flötum til kolefnisjöfnunar, þó ekki væri nema fyrir jeppa rektors (ef hann á jeppa)!
Að innan gerum við ráð fyrir grófari áferð yfirborðsefna, terrassógólfum, linoleum, trégólfum í sölum ofl. Veggir eru ýmist sjónsteyptir í gæðaflokki -1 málaðir ljósum litum þar sem þörf er á málningu. Við viljum nota mikið gler til rýmisskiptinga til að gera yfirbragðið létt. Húsið er djúpt og mikilvægt að lögð sé áhersla á létt efni, gagnsæi og dagsbirtu eins og kostur er.
Tillaga ASK Arkitekta í fyrra þrepi samkeppni. Tillagan var ekki valinn til áframhaldandi útfærslu í seinna þrepi.