Magni

Staflastóllinn Magni er hannaður af Valdimari Harðarsyni, arkitekt. Stóllin hefur verið valinn í ráðstefnusali Hörpunnar.  Hann er framleiddur á Íslandi hjá Stáliðjunni í Kópavogi og Zenus bólstrun. Magni verður einnig í hvíldar og kaffirými listamanna. Samtals voru framleiddir 970 stólar af Magna fyrir Hörpu.

Magni fæst með ýmsum fylgihlutum svo sem samtengingum og fjarlægðarslá ásamt veisluáklæði sem hylur alveg grindina. Magni er gerður úr krómaðri 11mm rúnstáls-sleðagrind og staflast sérstaklega vel.
Seta og bak eru með sérstöku teygjuefni sem gefur stónum einstök sætisþægindi og gerir hann léttan.

2012

Staflastóllinn Magni er hannaður af Valdimari Harðarsyni, arkitekt.

Meira...


Svæði