Rammaskipulag Blikastaðalands, Mosfellbæ

Meginhugmynd:

  • Blikastaðalandi  er  skipt í tvö skólahverfi með álíka mörgum íbúðum í hvoru hverfi.
  • Megin aðkoma að Blikastaðasvæðinu er  frá  Vesturlandsvegi um  Korpúlfsstaðaveg og Baugshlíð.
  • Tengigata liggur  miðsvæðis eftir endilöngu svæðinu á  milli Korpúlfsstaðavegar og Baugshlíðar.Tengt götunni eru               þéttbyggðir hverfiskjarnar með almenningstorgi, skólum, minniháttar þjónustu og atvinnustarfsemi.Út frá henni hvíslast     safngötur sem aftur tengjast húsagötum.
  • Samsíða tengigötu og í gegnum torgin   liggur göngu- og keyrslugata með þéttri byggð. Hún er útfærð með hellulögn og götugögnum og fær þannig yfirbragð sem ”bæjargata” hverfanna.
  • Net göngustíga liggja um svæðið bæði í skjólgóðri þéttri byggð og á opnum svæðum.
Meðhöfundur: Hörður Harðarson arkitekt FAÍ.
2003

Rammaskipulag Blikastaðalands, Mosfellbæ byggt á 1. verðlaunatillögu um skipulag Blikastaðalands á vegum ÍAV verktaka.

Meira...


Svæði