Sundlaug Kópavogs

Aðkoma ASK arkitekta að þessu verki hófst með deiliskipulagsvinnu á Rútstúni.  Deiliskipulagið skyldi taka á öllum byggingum á svæðinu og sjá fyrir þróun í nánustu framtíð.  Í framhaldinu fól bæjarfélagið ASK að fullgera tillögu að endanlegri sundlaug og líkamsræktarstöð.  Niðurstaðan er sú að þann 11.maí 2008 þá var Sundlaug Kópavogs opnuð að nýju eftir gagngerar endurbætur og viðbætur sem ASK hafði yfirumsjón með.  Hafði þá bæst við mannvirkið 6 brauta innilaug með keppnisbúnaði og áhorfendastúku, 10x6m upphækkuð kennslulaug fyrir yngstu börnin, heitir pottar vaðlaug og iðulaug.  Á útisvæðinu bættist einnig við gufubað og þrjár öflugar rennibrautir.  Ríflega 200 nýjir skápar bættust við búningsaðstöðuna auk rúmgóðra útiklefa með fullkominni aðstöðu.  Í kjallara stækkaði líkamsræktarstöðina Nautilus um 400m2 auk stoðrýma.   
Það má segja að Sundlaug Kópavogs sé í hópi allra fjölbreyttustu sundlauga á höfuðborgarsvæðinu í dag með 50m útilaug, 25m innilaug, kennslulaug og líkamsræktarstöð. 
Arkitekt eldri mannvirkja: Högna Sigurðardóttir arkitekt F.A.Í.

2008

Viðbygging við sundlaug Kópavogs.

Meira...


Svæði