Vísindagarðar HÍ og stúdentagarðar

Vísindagarðar eru þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið með uppbyggingu slíkra garða er að skapa öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi sem skapar fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Vísindagarðar gegna víðast í vestrænum samfélögum stóru og sívaxandi hlutverki við að efla og auka framþróun þekkingarhagkerfisins og draga að sér ungt menntað vinnuafl sem er mikilvægasta auðlindin í þekkingarhagkerfi framtíðarinnar.

Vísindagarðar eru frábrugðnir venjulegu fyrirtækjaumhverfi og sérhönnuðu fyrirtækjaumhverfi að því leyti að í þeim er skapað samfélag háskóla, þekkingarfyrirtækja og rannsóknarstofnana sem leggja hvert öðru lið með sambúðinni og byggja upp styrkleika heildarumhverfis sem er meiri en samanlagður styrkleiki þeirra sem einstök fyrirtæki. Alls staðar í þróuðum vestrænum þjóðfélögum er nú litið til slíkra þekkingarþyrpinga sem öfluga aðferð til að hraða og efla nýsköpun.

Háskóli Íslands er langöflugasti og stærsti rannsóknarháskóli landsins. Hann er staðsettur í miðborgarumhverfi, en þetta tvennt skapar kjöraðstæður fyrir þróun nútímalegra vísindagarða.

Í skipulagi svæðisins er gert ráð fyrir blöndu háskólabygginga og bygginga þekkingarfyrirtækja. Vestast á svæðinu eru stúdentagarðar með um 340 íbúðareiningum, misstórum.

Heildarflatarmál byggina á svæðinu er um 85.000 m2.

2011

Vísindagarðar Háskóla Íslands
Skipulagsverðlaun 2012, sjá umsögn.

Meira...


Svæði