No items found.
Reykjanesbraut
Reykjanesbraut
Reykjanesbraut

Reykjanesbraut

ÁR:
Staðsetning:
Flokkur:
STAÐA:
STÆRÐ:
2022
Kópavogur
Skipulag
1. Sæti
700.000 m²

Samkeppnissvæðið, sem er eitt öflugasta þjónustusvæði landsins, er skilgreint sem svæðiskjarni. Hann þjónustar ekki bara næstu bæjarhluta heldur allt höfðuborgarsvæðið. Svæðið í dag hefur yfirbragð bílaborgar, með stórum umferðaræðum og bílastæðaflákum. Svæðið er því mjög örðugt yfirferðar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Heildarsvæðið skiptist í raun niður í sex minni eyjar með torfærum tengingum og eru því nánast ófærar fyrir virka ferðamáta. Reykjanesbrautin er, sökum legu og stærðar, stór hindrun tenginga á milli svæða. Með fólksfjölgun og aukinni þéttbýlismyndun á höfuðborgarsvæðinu er mikilvægt að nýta landið vel. Með því að setja fjölfarnar stofnæðar í stokka tengjum við byggðina í eina heild, en fáum í kaupbæti aukið byggingarland og lífsgæði vegna grænna yfirbragðs, betri hljóðvistar og minni mengunar.

Tillagan gerir ráð fyrir að umferð um Reykjanesbraut fari í stokk en stærstur hluti hennar er á leið norður/suður og á ekki erindi inn á svæðið. Fífuhvammsvegur og Skógarlind, sem í dag liggja undir Reykjanesbraut, eru færðar upp á stokkinn og verða hluti megingatna á yfirborði. Haga-, Hlíða-, og Hólasmári framlengjast að Álalind ásamt nýjum götum, Heimasmára sem liggur ofaná stokknum og götum A, B, C og D sem liggja austur-vestur. Með stokklausninni myndast stórt svæði á yfirborði sem tengir Smára- og Glaðheimasvæði. Þannig er stutt við skapandi umhverfi sem styrkir virka ferðamáta og gerir svæðið að öflugri samhangandi einingu.