Andri Klausen

Andri er fæddur 1982 í Reykjavík. Útskrifaðist B.Arch (Hons) 1st Class frá Edinburgh College of Art árið 2007 og M.Arch with Distinction frá Pratt Institute, New York árið 2010.

Andri vann hjá ASK arkitektum (samhliða námi) frá 2005-2008 og var verkefnastjóri og sýningarhönnuður hjá Ralph Appelbaum Associates í New York frá 2010-2016 og Dubai frá 2016-2017. Andri hóf aftur störf hjá ASK arkitektum í febrúar 2017.

Andri Klausen er einn af eigendum ASK og stjórnarformaður.

Andri Klausen
arkitekt F.A.Í. ˑ eigandi ˑ sími: 767 3580
andri@ask.is
Árni Friðriksson

Árni er fæddur árið 1949 í Reykjavík og lauk námi við Norges tekniske høgskole í Þrándheimi í Noregi árið 1976. Starfaði hjá Skipulagi ríkisins með námi en eftir að námi lauk á Teiknistofunni Höfða í Reykjavík. Starfaði síðan á Teiknistofu Knúts Jeppesen þar til sjálfstæður rekstur hófst.

Árni var einn af eigendum ASK arkitekta til ársins 2017.

Árni Friðriksson
arkitekt F.A.Í. ˑ stofnandi ˑ ráðgefandi ˑ sími: 856 0301
arni@ask.is
Ásta Berit Malmquist

Ásta er fædd í Reykjavík árið 1980. Hún lauk B.A. prófi í arkitektúr frá Arkitektskolen Århus árið 2008 og kandidatsprófi frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn árið 2011. Hún var eina önn í starfsnámi hjá EBD Arkitekter í Kaupmannahöfn og starfaði hjá Arkiteó í Reykjavík með námi. Ásta starfaði hjá Gröning Arkitekter og Cornelius+Vöge í Kaupmannahöfn árin 2013-2016. Ásta hóf störf hjá ASK arkitektum í september 2016. Ásta Berit er einn af eigendum ASK arkitekta.

Ásta Berit Malmquist
arkitekt F.A.Í. ˑ eigandi ˑ sími: 663 6999
asta@ask.is
Elís Guðmundsson

Elís fæddist í Reykjavík 1992. Útskrifaðist með Bsc gráðu í landslagsarkitektúr frá LBHÍ 2016. Lauk sveinsprófi í húsasmíði frá FVA 2019. Útskrifaðist sem byggingariðnfræðingur frá Háskólanum í  Reykjavík 2023 og fékk löggildingu sem húsasmíðameistari sama ár. Hann hefur starfað við húsasmíði, sölu á byggingarefnum og teikningar á CLT. Elís hóf störf hjá ASK arkitektum í maí 2024.

Elís Guðmundsson
Byggingariðnfræðingur
elis@ask.is
Gísli Gíslason

Gísli er fæddur í Hafnarfirði 1957 og lauk námi í byggingafræði 1982 frá Byggeteknisk Højskole, Horsens og námi í arkitektúr 1993 frá Det Kongelige Danske Kunstakademi,Kunstakademiets Arkitektskole Kaupmannahöfn. Hefur ýmist starfað ýmist sem sjálfstæður eða á teiknistofum og síðast hjá Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar 2013-21. Hóf störf hjá ASK arkitektum í janúar 2022.

Gísli Gíslason
arkitekt F.A.Í. ˑ sími: 822 2063
gisli@ask.is
Guðrún Ragna Yngvadóttir

Fædd 1982 í Reykjavík. Lauk B.ed. prófi frá Kennaraháskólanum árið 2006.
Starfsnám hjá KPF arkitektum í Árósum árið 2011. Lauk meistaranámi við Arkitektaskólann í Árósum árið 2013.
Vann hjá Landmótun frá desember 2013 þar til hún hóf störf hjá ASK.

Guðrún er einn af eigendum ASK.

Guðrún Ragna Yngvadóttir
arkitekt F.A.Í. ˑ eigandi ˑ sími: 696 2826
gudrun@ask.is
Gunnar Bogi Borgarsson

Gunnar er fæddur 1958 og lauk meistaranámi í arkitektúr frá Tekniska Högskolan í Helsingfors árið 1989. Meðan á námi stóð vann hann m.a. hjá ark. Simo Järvinen en rak eigin stofu frá 1990-2000. Hefur starfað hjá ASK frá ágúst 2000.

Gunnar er einn af eigendum ASK.

Gunnar Bogi Borgarsson
arkitekt F.A.Í. ˑ eigandi ˑ sími: 856 0308
gunnarb@ask.is
Gunnar Örn Sigurðsson

Gunnar Örn er fæddur í Reykjavík árið 1966. Hann lauk námi í arkitektúr frá Technische Universität Berlin árið 1996.
Vann með námi hjá Atalier Kroh, Golan und Zareh og eftir nám hjá Eckhart Schmiedeskamp Architekt.
Hefur starfað hjá ASK síðan í júní 1997.

Gunnar Örn er einn af eigendum ASK.

Gunnar Örn Sigurðsson
arkitekt F.A.Í. ˑ eigandi ˑ sími: 856 0309
gunnar@ask.is
Hafdís Anna Bragadóttir

Hafdís er fædd árið 1986 í Cavalier, Norður Dakóta. Hún lauk B.A. prófi í arkitektúr frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn árið 2012. Hún útskrifaðist með láði árið 2021 frá Arkitektskolen Aarhus, og var handhafi Cebra verðlaunanna við útskrift. Hafdís hefur m.a. starfað við kennslu í hlutastarfi hjá LHÍ og hjá Sei Studio. Hafdís hefur einnig lokið B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, dúx skólans. Hún hóf störf hjá ASK í febrúar 2022.

Hafdís Anna Bragadóttir
arkitekt F.A.Í. ˑ sími: 821 6100
hafdis@ask.is
Helgi Indriðason

Helgi útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 2004 og lauk námi í "Det kongelige danske kunstakademi – Arkitektur og design" árið 2011. Hann hefur starfað á eftirfarandi arkitektastofum: Bystrup arkitekter 2006
Henning Larsen 2006-2007
ASK arkitektar 2007-2009
NORD architects 2009
3XN 2009-2010
Erik Juul Tegnestue 2012-2013
Andersen&Sigurdson architects 2013
Frederiksen arkitekter (freelance vinna)

Helgi Indriðason
arkitekt F.A.Í. ˑ sími: 821 2500
helgi.indridason@ask.is
Helgi Már Halldórsson

Helgi Már er fæddur árið 1958 í Svarfaðardal, og lauk sveinsprófi í húsasmíði 1980 og námi í Arkitekthøgskolen i Oslo árið 1987. Starfaði með námi og eftir nám hjá Engh og Seip Arkitektkontor í Osló. Hefur starfað með ASK síðan 1987.

Helgi Már er einn af eigendum ASK og jafnframt framkvæmdastjóri.

Helgi Már Halldórsson
arkitekt F.A.Í., eigandi ˑ framkvæmdastjóri ˑ sími: 856 0302
helgimar@ask.is
Inga Rán Reynisdóttir

Inga Rán er fædd í Reykjavík árið 1993. Hún lauk B.A. prófi í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og kandidatsprófi frá Kunstakademiets Arkitektskole (KADK) í Kaupmannahöfn árið 2019. Inga Rán starfaði hjá ASK arkitektum árin 2016-2017 og tvö sumur hjá AP teiknistofu í sumarstarfi með námi. Hún hóf aftur störf hjá ASK í nóvember 2019.

Inga Rán Reynisdóttir
arkitekt F.A.Í. ˑ sími: +45 27514550
inga@ask.is
Jakob Jakobsson

Jakob fæddist í Reykjavík 1984. Hann útskrifaðist sem Cand.Arch frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 2012.
Jakob vann öll sumur frá unglingsaldri við byggingavinnu hjá Breytingu ehf. Eftir námið starfaði hann í nokkur ár hjá Boldsen og Holm Arkitekter í Kaupmannahöfn og eitt ár hjá skipulagsdeild Qeqqata Kommunia í Sisimiut á Grænlandi. Eftir heimkomu 2017 hefur Jakob starfað m.a. sjálfstætt, við kennslu í LHÍ og hjá Teiknistofu Arkitekta. Hann hóf störf hjá ASK í janúar 2021.

Jakob Jakobsson
arkitekt F.A.Í. ˑ sími: 869 4765
jakob@ask.is
Laura Lim Sam
Laura Lim Sam
arkitekt
laura.limsam@ask.is
Magnús Þorri Jökulsson

Magnús Þorri er fæddur á Borgarfirði eystra árið 1991. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Tækniskólanum árið 2011. Útskrifaðist með diplómu í byggingariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2021. Varð löggildur húsasmíðameistari árið 2023. Er nemi í byggingafræði í  Háskólanum í Reykjavík og mun útskrifast árið 2024. Hóf störf hjá Ask arkitektum vorið 2024, fyrst í starfsnámi og síðan í  sumarstarf í framhaldi af því.

Magnús Þorri Jökulsson
byggingarfræðinemi
magnus@ask.is
Páll Gunnlaugsson

Páll er fæddur árið 1952 í Reykjavík og lauk námi frá Lunds Tekniska Høgskola í Svíþjóð árið 1979. Starfaði meðan á námi stóð ma. hjá Byggingarstofnun landbúnaðarins, en eftir að námi lauk hjá Þróunarstofnun Reykjavíkur (núv. Borgarskipulag). Starfaði síðan á Teiknistofu Knúts Jeppesen þar til sjálfstæður rekstur hófst.

Páll var einn af eigendum ASK til ársins 2020.

Páll Gunnlaugsson
arkitekt F.A.Í. ˑ stofnandi ˑ ráðgefandi ˑ sími: 856 0304
pall@ask.is
Sigríður Halldórsdóttir

Sigríður er fædd 1961 í Reykjavík.
Lauk námi í arkitektúr frá Arkitekthögskolen i Oslo 1994. Sigríður starfaði hjá teiknistofunni ArkiForum í Oslo 1994-1996 og hjá teiknistofunni Spor Arkitekter í Oslo 1996-2001. Sigríður var meðeigandi í stofunni frá 1997. Árið 2001 starfaði Sigríður hjá teiknistofunni Glámu/Kím. Síðan starfaði hún sjálfstætt en hefur starfað hjá ASK frá júní 2003.

Sigríður er einn af eigendum ASK.

Sigríður Halldórsdóttir
arkitekt F.A.Í. ˑ eigandi ˑ sími: 856 0311
sigridur@ask.is
Sigurjóna Haraldsdóttir

Sigurjóna er fædd árið 1982 í Neskaupstað og lauk BSc námi í byggingafræði í árslok 2023 við Háskólann í Reykjavík. Hún var í starfsnámi hjá ASK arkitektum vorið 2023 og vann fram á sumarið. Sigurjóna hóf störf hjá ASK arkitektum í desember 2023.

Sigurjóna Haraldsdóttir
byggingafræðingur ˑ sími: 862 9758
sigurjona@ask.is
Sigurlaug Sigurjónsdóttir

Sigurlaug er fædd 1967 í Kaupmannahöfn. Lauk námi í arkitektúr frá Arkitektskolen i Aarhus 1996. Sigurlaug starfaði hjá DesignGroup aps, Hermansen, Giese & Jörgensen í Kaupmannahöfn frá 1996-98. Hefur starfað hjá ASK frá janúar 2000.

Sigurlaug er einn af eigendum ASK og gæðastjóri.

Sigurlaug Sigurjónsdóttir
arkitekt F.A.Í. ˑ eigandi ˑ sími: 856 0312
sigurlaug@ask.is
Sædís Harpa Albertsdóttir

Sædís er fædd í Reykjavík 1983. Hún útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Hafnarfirði í desember 2005. Lauk diplómaprófi í byggingariðnfræði í febrúar 2015 og í beinu framhaldi BSc námi í byggingafræði við Háskólann í Reykjavík í febrúar 2019. Sædís starfaði hjá Batteríinu arkitektum samhliða skóla og árið eftir útskrift. Sædís hóf störf hjá Ask arkitektum í janúar 2021.

Sædís Harpa Albertsdóttir
byggingafræðingur BFÍ ˑ sími: 696 8542
saedis@ask.is
Tryggvi Þorvaldsson

Tryggvi er fæddur á Akranesi árið 1979. Útskrifaðist sem iðnmeistari í húsasmíði frá Tækniskólanum. Lauk diplóma prófi í byggingariðnfræði og í beinu framhaldi BSc námi í byggingafræði við Háskólann í Reykjavík árið 2014. Tryggvi hóf störf hjá ASK arkitektum í maí 2015.

Tryggvi Þorvaldsson
byggingafræðingur BFÍ ˑ sími: 662 2364
tryggvi@ask.is
Valdimar Harðarson

Valdimar er fæddur árið 1951 í Keflavík. Lauk BS prófi í arkitektúr frá London, en útskrifaðist sem arkitekt frá Lunds Tekniska Høgskola í Svíþjóð árið 1979. Starfaði á Teiknistofu Magnúsar Skúlasonar og Sigurðar Harðarsonar eftir að námi lauk, þar til sjálfstæður rekstur hófst.

Valdimar var einn af eigendum ASK til ársins 2020.

Valdimar Harðarson
arkitekt F.A.Í. ˑ stofnandi ˑ ráðgefandi ˑ sími: 856 0305
valdimar@ask.is
Þorsteinn Helgason

Þorsteinn er fæddur í Reykjavík 1958 og lauk námi í byggingafræði frá Byggetekninsk Højskole, Kaupmannahöfn 1983 og námi í arkitektúr frá Kunstakademiets Arkitektskole (deild prof. Knud Holschers) í Kaupmannahöfn 1988. Starfaði meðfram námi m.a. hjá ark. Krohn og Hartvig Rasmussen og eftir nám hjá Teiknistofu Dissing og Weitling 1988-89. Starfaði hjá Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar 1989-93 og rak Arcus ehf frá 1998-2005 er hann hóf störf með ASK Arkitektum. Þorsteinn er virkur myndlistarmaður og hefur haldið fjölmargar málverkasýningar, nánar á www.formnatura.com.

Þorsteinn Helgason
arkitekt F.A.Í. ˑ ráðgefandi ˑ sími: 856 0307
thorsteinn@ask.is
Össur Imsland

Össur fæddist á Höfn í Hornafirði árið 1971. Lauk sveinsprófi í Húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1999. Útskrifaðist sem byggingariðnfræðingur frá Tækniháskóla Íslands árið 2002 og löggildingu sem Húsasmíðameistari sama ár. Lauk námi sem byggingafræðingur frá Odense Tekniske Skole í Óðinsvéum árið 2005. Össur starfaði sem deildarstjóri á Tækni- og umhverfissviði Hornafjarðarbæjar áður en hann réðst til starfa hjá Ask í janúar 2007.

Össur er einn af eigendum ASK arkitekta.

Össur Imsland
byggingafræðingur BFÍ ˑ eigandi ˑ sími: 866 1866
ossur@ask.is